Opnar vinnustofur, sögugöngur og Jónsmessuhátíð

skrifað 09. jún 2016
byrjar 09. jún 2016
 

Sögugöngur kl. 14 laugardag og sunnudag Njörður Sigurðsson sagnfræðingur verður með sögugöngur um bæinn fyrir gesti. Lagt er af stað frá Lystigarðinum.

Opnar vinnustofur á Blóm í bæ í Listhúsinu að Egilsstöðum kl. 12:00 og 18:00 Handverk undir Hamri og Myndlistarfélag Árnessýslu verða með opnar vinnustofur sínar laugardaginn 25. júní og sunnudaginn 26. júní. Góð verð á ýmsum verkum í tilefni hátíðarinnar. Vinnustofufélagar bjóða alla velkomna.

Jónsmessuhátíð Norræna félagsins í Hveragerði verður í Lystigarðinum kl. 13-17, laugardaginn 25. júní. Byrjað verður á að skreyta og reisa miðsumarstöng og síðan verður dansað í kringum hana. Boðið verður upp á djús og piparkökur með camembert osti, eldsteikt poppkorn og smábrauð sem gestir geta bakað sjálfir yfir eldi.