Auður Ottesen ráðin að Blómum í bæ

skrifað 10. jún 2016
Aldís, Auður og Ari við undirritun samningsins.

Auður Ottesen hefur tekið að sér alla framkvæmd við 70 ára afmælissýningu Hveragerðisbæjar á Blómum í bæ 2016 sem haldin verður helgina 24. - 26. júní n.k.


Auður Ottesen hefur tekið að sér alla framkvæmd við 70 ára afmælissýningu Hveragerðisbæjar á Blómum í bæ 2016 sem haldin verður helgina 24. - 26. júní n.k. Sýningin verður í íþrótthúsinu en þar er m.a. gert ráð fyrir eftirfarandi atriðum.

  • Sögusýningu garðyrkjunnar – stássstofur og blóm til híbýlaprýði.
  • Sagan á bakvið græðlinginn.
  • Sýning á kaktusum.
  • Blómadrottningum í áranna rás gerð skil.
  • 70 fermingarmyndir Hvergerðinga verða til sýnis.
  • Frægum blómvöndum opg hátíðarblómvöndum gerð skil.

Ennfremur sér Auður um leigu sýningarsvæða bæði úti og inni og því er áhugasömum aðilum bent á að hafa samband á netfangið audur@rit.is .

Meðfylgjandi mynd er tekin við undirritun samnings Hveragerðisbæjar og Auðar Ottesen en á myndinni eru auk Auðar, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri og Ari Eggertsson, umhverfisfulltrúi.