Forseti Íslands mun heimsækja sýninguna.

skrifað 24. jún 2016
Viðurkenningarnar verða afhentar í Lystigarðinum.

Menningarviðurkenning Hveragerðisbæjar árið 2016 mun verða afhent af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni á laugardaginn kl. 14. Mun athöfnin fara fram á sviði í Lystigarðinum Fossflöt. Að því loknu verða afhentar viðurkeningar fyrir fegurstu garða Hveragerðisbæjar árið 2016.

Forsetinn ásamt gestum mun síðan skoða sýninguna og væntanlega einnig verða vitni að gosi í hinum nýja goshver okkar Hveragerðinga Eilífi.