LandArt vekur athygli

skrifað 24. jún 2016
Unnið með rústir gömlu ullarverksmiðjunnar.

Verk sem unnin eru af erlendum sem innlendum blómaskreytum í og við Varmárgil vekja mikla athygli þessa dagana í Hveragerði.

Um 30 blómaskreytar frá 7 þjóðlöndum taka nú þátt í verkefninu sem haldið er hér í Hveragerði í annað sinn og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Verkin eru unnin í náttúrunni og úr þeim efnum sem finna má á staðnum og síðan rotna þau og sameinast náttúrunni á nýjan leik með tíð og tíma.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hér um afar metnaðarfulla og skemmtilega sýningu að ræða sem allir eru hvattir til að sjá.

Litríkt blómateppi við ReykjafossJúlí Einarsdóttir er einn af okkur öflugu íslensku blómaskreytum. Uppbyggingarsjóður Suðurlands