Um sýninguna

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ verður ekki haldin árið 2020.

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ hefur verið haldin átta sinnum. Sýningarnar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið hefur verið í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Fjöldi viðburða hafa verið á sýningunni á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu. Náttúruupplifun, sögugöngur, jóga, núvitundar- og álfagöngur, markaðir, tónlistaratriði og margt, margt fleira.

Fjölmargir faglærðir blómaskreytar, innlendir sem erlendir, hafa unnið hörðum höndum að hönnun skreytinga úr íslenskum blómum sem hafa prýtt aðalgötu bæjarins og Lystigarðinn. Frá Fossflötinni upp Varmárgil hafa Land Art skreytingar verið áberandi. Þær eru unnar úr náttúruefnum sem eru í nærumhverfinu og eyðast þær í náttúrunni með tímanum.

Njótum, skoðum og upplifum

blomibæ2019 Þema sýningarinnar árið 2019 var "Græna byltingin"

  • Umhverfishyggja
  • Grænar samgöngur
  • Blómaskreytingar
  • Sjálfbærni
  • Land-Art
  • Afurðir græna geirans
  • Endurnýting/-vinnsla
  • Sögugöngur, álfaganga, jóga, núvitundargönguferð og fræðsla

Sýningin er fjölskyldumiðuð, fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í Hveragerði er gott tjaldsvæði sem verður opið alla dagana en einnig er minnt á að Strætó er með fjölda ferða um helgina til Hveragerðisbæjar frá Mjóddinni.

IMG_7125 _MG_7422